Útgáfuhóf 13. febrúar - OKKAR DULDA ORKA
Þér og fleirum úr orkugeiranum er boðið í útgáfuhóf bókarinnar Okkar dulda orka! Bókin er ætluð börnum á öllum aldri, en hún fjallar um endurnýjanlega orku og hvernig við getum unnið saman að því að skapa betra jafnvægi fyrir jörðina.
Við hjá Baseload Power á Íslandi, í samstarfi við Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja, tilkynnum með ánægju að bókin Okkar dulda orka kemur nú út í íslenskri útgáfu.
Bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð árið 2023 á vegum móðurfyrirtækis okkar, Baseload Capital, og hefur þegar selst í rúmlega 8000 eintökum á ýmsum tungumálum; ensku, sænsku, kínversku, úkraínsku og nú einnig á íslensku!
Bókin er ætluð sem vitundarvakning á heimsvísu um mikilvægi jarðvarmans sem endurnýjanlegs orkugjafa. Hún veitir einstakt tækifæri til að ræða við börn á skemmtilegan og upplýsandi hátt um mikilvægi orkunnar í daglegu lífi, sem og um hvaðan endurnýjanleg orka kemur.
Í útgáfuhófinu verður lesið upp úr bókinni og við bjóðum öll velkomin til að hlýða á upplesturinn, njóta veitinga og drykkja sem í boði verða. Þá gefst viðstöddum tækifæri til að hitta höfundana, og takmarkaður fjöldi gefins eintaka í boði á staðnum meðan birgðir endast. Verið velkomin!
Tryggðu þér pláss með því að fylla út skráningarformið hér til hægri fyrir fimmtudaginn 6. febrúar.
Hvenær?
Fimmtudaginn 13. februar, kl. 15:00-16:30
Hvar?
Elliðaárstöð - Rafstöðin, gengið inn bakatil, Rafstöðvarvegur 6, Reykjavík 110.
Hvað?
Útgáfuhóf, léttar veitingar og drykkir í boði
Upplýsingar um viðburð veitir:
Hjörleifur þór Steingrímsson
hjorleifur.steingrimsson@baseloadpower.is, 659 6243
Fyrirspurnum fjölmiðla skal beina til:
Marta Rós Karlsdóttir
marta.karlsdottir@baseloadpower.is, 617 2740
